Innlent

Námsstefna fyrir atvinnulausa

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.
Námsstefna verður haldin 3. apríl næstkomandi þar sem fjallað verður um tækifæri og úrræði fyrir einstaklinga sem hafa misst atvinnuna. Fjallað verður um breytingar á löggjöfinni og hvaða möguleikar felast í þeim. Námsstefnan er haldin á vegum nefndar félags- og tryggingamálaráðuneytis er vinnur að vinnumarkaðsúrræðum.

Christer Gustafsson, stofnandi og stjórnarmeðlimur Hallander-verkefnisins í Svíþjóð í byrjun níunda áratugarins, mun flytja fyrirlestur um verkefnið. Verkefnið fólst í því að kenna atvinnulausum iðnaðarmönnum handbragð við að varðveita gömul hús. Úr verkefninu skapaðist fjöldi nýrra starfa og yfir átta hundruð atvinnulausir einstaklingar nýttu sér tækifærið til að læra nýja iðn, að fram kemur á vef stjórnarráðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×