Innlent

Birna íhugar að sækja um

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Glitnis, íhugar að sækja um stöðu bankastjóra þegar hún verður auglýst. Eftir efnhagshrunið voru nýir bankastjórar ríkisbankanna ráðnir með hraði af bráðabirgðastjórnum og ljóst var í gær að bankastjórastöðurnar yrðu auglýstar.

Elín Sigfúsdóttir sendi strax frá sér yfirlýsingu um að hún myndi ekki sækjast eftir endurnýjun ráðningar sinnar sem bankastjóri Landsbankans þegar staðan yrði auglýst, en Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri Kaupþings banka sagðist hins vegar hafa áhuga á að halda áfram í starfi.

Birna Einarsdóttir bankastjóri Nýja Glitnis sendi fréttastofu orðsendingu í dag, þar sem segir meðal annars: ,,...Ég mun að sjálfsögðu skoða það hvort ég sæki um stöðuna þegar hún verður auglýst."

Það er á verksviði stjórnar bankanna að ákveða hvernig að auglýsingunum verður staðið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×