Lífið

James Bond áhyggjufullur

Áhyggjufullur en... Daniel Craig hefur áhyggjur af kvikmyndaiðnaðinum en reiddi samt fram 600 milljónir til kaupa á glæsiíbúð við Regents Park.
Áhyggjufullur en... Daniel Craig hefur áhyggjur af kvikmyndaiðnaðinum en reiddi samt fram 600 milljónir til kaupa á glæsiíbúð við Regents Park.

Daniel Craig hefur enn og aftur lýst yfir áhyggjum sínum af lausafjárkreppunni sem nú hrjáir hinn vestræna heim. Eins og frægt er orðið hvatti Craig til sátta í deilunni milli Breta og Íslands í viðtali við Fréttablaðið en nú eru það áhyggjur af stjörnunum í Hollywood sem hvíla hvað þyngst á Daniel. „Bráðum verður skortur á fjármagni og þá eru allir í vanda.

Kvikmyndagerð byggist á lánsfé og ef það þurrkast upp stöðvast allar vélar,“ segir Daniel í samtali við fjölmiðla.

Craig er launahæsti leikarinn í Bretlandi eftir Quantum of Solace. Áhyggjur af fjármálum eru því ekki að sliga leikarann sjálfan. Þannig þótti honum það ekkert tiltökumál að reiða fram 600 milljónir til kaupa á íbúð við Regents Park í London.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.