Sport

Sainz fyrstur, mótorhjólamaður í dái eftir óhapp

Carlos Sainz ekur framhjá slysstaðnum í gær, þar sem hugað er að landa hans Cristobal Guererro.
Carlos Sainz ekur framhjá slysstaðnum í gær, þar sem hugað er að landa hans Cristobal Guererro. Mynd: AFP
Spánverjinn Carlos Sainz vann sjöttu sérleiðina í Dakar rallinu í gær, en sérleið sem átti að aka í dag hefur verið felld niður vegna veðurs.

Þoka liggur yfir hluta leiðarinnar og talið var að það myndi skapa of mikla hættu að keppa í þokunni í allt að 4.700 metra hæð.

Sainz var fljótastur á sérleið í sjötta skipti í gær og er kominn með 27 mínútna forskot Bandaríkjamanninn Mark Miller. Báðir aka Volkswagen. Miller átti erfitt með að rata rétta leið eins og margir keppendur. Robby Gordon á Hummer varð aðeins 21 sekúndu á eftir Sainz í gær og segist svekktur að sérleið dagsins sé felld út.

Fremstu menn í mótorhjólaflokki villtust 23 km leið, en Marc Coma á KTM er enn í forystu í þeim flokki, þrátt fyrir að hafa verið áttaviltur um tíma.

Alvarlegt óhapp varð í Dakar í gær þegar landi Sainz, Cristobal Guerrero féll af mótorhjóli sínu. Hann var fluttur með þyrlu á spítala en liggur enn í dái.

Heildarstaðan i Dakar.

1. Sainz Volkswagen 38:59:027

2. Miller Volkswagen + 27:31

3. De Villiers Volkswagen + 41:13

4. Roma Mitsubishi + 1:13:13

5. Gordon Hummer + 1:34:38

6. Tollefsen Nissan + 5:14:18

7. Kuipers BMW + 8:01:51

8. Palik Nissan + 9:50:29

9. Holowczyc Nissan + 13:04:54

10. Chicherit BMW + 13:32:04












Fleiri fréttir

Sjá meira


×