Innlent

Segist bera ábyrgð á stjórn landsins

Geir H. Haarde.
Geir H. Haarde.

„Sá dagur líður ei hjá að ég spyrji mig ekki hvort stjórnvöld hefðu getað komið í veg fyrir þá atburði sem urðu hér á landi í haust," sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í áramótaávarpi sínu. Geir sagði að hann sem forsætisráðherra bæri ábyrgð á stjórn landsins og þá ábyrgð myndi hann axla, hvort sem siglt væri um lygnan sjó eða þungan.

Geir sagði það ljóst að það hafi ekki verið á færi íslenskra stjórnvalda að afstýra hruni íslensku bankanna eftir að heimskreppan skall á af fullum þunga. Allar aðgerðir stjórnvalda að undanförnu hefðu miðað að því að takmarka það tjón sem íslenska þjóðin muni óhjákvæmilega verða fyrir vegna bankahrunsins. Sú barátta hafi staðið dag og nótt og henni sé hvergi nærri lokið.

Geir sagði að Íslendingar yrðu að draga réttan lærdóm af því sem gerst hefði, varðveita það sem hafi gefist vel og breyta því sem miður hafi farið.Við þyrftum að sníða okkur stakk eftir vexti.ekki mætti hlaupa ójafnvægi eða óviðráðanlegur ofvöxtur í efnahagslífið aftur. Efnahagur okkar verði í framtíðinni að byggjast á raunverulegri verðmætasköpun.

Þá þyrftum við að temja okkur nýtt hugarfar í atvinnulífinu. Ævintýramennska og óhóf eiga að heyra sögunni til. Hann bætti við að forystumenn í atvinnulífi yrðu að finna meira til ábyrgðar sinnar í samfélaginu. Frelsi fylgdi ábyrgð. Margar aðgerðir bankanna og forystumanna þeirra hafi ekki borið vitni þeirrar ábyrgðar sem með réttu hefði mátt krefjast af þeim.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×