Lífið

Enn til miðar á nýársfagnaðinn á Hótel Sögu í kvöld

Frá nýársfagnaðinum í fyrra.
Frá nýársfagnaðinum í fyrra.

Nýársfagnaður verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu í kvöld. Mikil stemmning er yfirleitt fyrir nýársfögnuðum og er engin breyting þar á í ár. Uppselt er í matinn og búið er að selja um 100 miða í forsölu á ballið. Miðasala verður við innganginn í kvöld.

250 manns munu mæta í matinn sem verður hinn glæsilegasti í ár og er uppselt í hann eins og fyrr segir. Enn eru þó til miðar á ballið en lanslið tónlistarmanna mun koma fram.

Stefán Hilmarsson ásamt hljómsveit, Egill Ólafsson ásamt hljómsveit, Einar Ágúst ásamt hljómsveit og Dj. Siggi Hlö og Atli Skemmtannalögga sjá um að halda uppi stuðinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.