Milljónatjón vegna mótmælanna í gær 1. janúar 2009 13:24 Ari Edwald forstjóri 365. Ari Edwald forstjóri 365 segist ekki vera með nákvæma tölu yfir það tjón sem fyrirtækið varð fyrir í gær vegna mótmælanna við Hótel Borg. Það sé þó ljóst að skemmdir á búnaði og röskun á tekjuöflun hlaupi á milljónum. Hann segir fyrirtækið ætla að skoða í hvaða stöðu það sé gagnvart skemmdarvörgunum. Hann spyr hversu lengi lögreglan geti tekið grímuklæddum ofbeldismönnum sem góðlátlegu gríni. „Ég er nú ekki með nákvæma tölu en þetta er annarsvegar búnaður sem verður fyrir skemmdum og þarf að laga í dag svo hann verði tilbúinn á morgun. Hinsvegar er þetta röskun á tekjuöflun. Þetta er margþætt tjón sem við höfum ekki lagt mat á enda kannski ekki forgangsmál í dag að klára það. En við munum skoða þetta og í hvaða stöðu við erum gagnvart þessum skemmdarvörgum. Ef það tekst að greina hverjir það eru sem eiga þar í hlut munum við reyna að leita eftir ábyrgð hjá slíkum gerendum," segir Ari. Hann gagnrýnir lögreglu sem hann segir hafa gripið of seint inn í og spyr hvað þurfi að gerast til þess að menn fari að líta þessa stöðu alvarlegum augum. „Þetta er hætt að snúast um fólk sem er að koma skoðunum sínum á framfæri. Þegar maður horfir á myndbandið á Vísi þá er augljóst að þetta er farið að snúast meira um fólk sem sogast að þessari „action". Fólk sem hleypur til þegar verið að berja og brjóta. Eins og ég sagði í áramótagrein minni í Markaðnum þá hef ég haft almennar áhyggjur af því hvert við erum að stefna," segir Ari og vitnar í orð sín þar um hversu lengi lögreglan taki á grímuklæddum ofbeldismönnum sem góðlátlegu gríni. „Þetta er auðvitað komið út fyrir allt það sem fólk getur sætt sig við sem býr í eðlilegu samfélagi. Þetta er erfið lífsreynsla fyrir alla þá sem lenda í svona, ekki bara fyrir þá sem urðu fyrir líkamstjóni. Fólk er mjög slegið." Tengdar fréttir Hátt í tvöhundruð mótmælendur fyrir utan Hótel Borg Á annað hundrað mótmælendur eru nú fyrir utan Hótel borg þar sem formenn allra stjórnmálaflokkanna staddir til að taka þátt í Kryddsíld Stöðvar 2 sem hefst eftir nokkrar mínútur. 31. desember 2008 13:56 Kryddsíldinni hætt vegna mótmæla - myndir Hætta þurfti útsendingum á Kryddsíld Stöðvar 2 vegna mótmæla á Hótel Borg. Mótmælendur ruddust inn á hótelið þar sem leiðtogar stjórnmálamanna sátu fyrir svörum oog brenndu í sundur kapla. Lögregla náði að rýma húsið, og er nú fjölmennt lögreglulið fyrir utan Hótel Borg og reynir að varna mótmælendum inngöngu. 31. desember 2008 14:48 Lögreglumaðurinn kinnbeinsbrotinn Lögreglumaðurinn sem fékk grjót í andlitið við mótmælin við Hótel Borg í gærkvöldi var fluttur á slysadeild þar sem kom í ljós að hann er kinnbeinsbrotinn. Þrír voru handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. 1. janúar 2009 10:18 Mótmælin við Hótel Borg - Myndband Vísir fylgdist með mótmælunum við Hótel Borg fyrr í dag. Mótmælin voru nokkuð harkaleg og enduðu með því að útsendingu frá Kryddsíld Stöðvar 2 var hætt. Lögreglan beitti piparúða og nokkrir voru handteknir á vettvangi. 31. desember 2008 16:18 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Ari Edwald forstjóri 365 segist ekki vera með nákvæma tölu yfir það tjón sem fyrirtækið varð fyrir í gær vegna mótmælanna við Hótel Borg. Það sé þó ljóst að skemmdir á búnaði og röskun á tekjuöflun hlaupi á milljónum. Hann segir fyrirtækið ætla að skoða í hvaða stöðu það sé gagnvart skemmdarvörgunum. Hann spyr hversu lengi lögreglan geti tekið grímuklæddum ofbeldismönnum sem góðlátlegu gríni. „Ég er nú ekki með nákvæma tölu en þetta er annarsvegar búnaður sem verður fyrir skemmdum og þarf að laga í dag svo hann verði tilbúinn á morgun. Hinsvegar er þetta röskun á tekjuöflun. Þetta er margþætt tjón sem við höfum ekki lagt mat á enda kannski ekki forgangsmál í dag að klára það. En við munum skoða þetta og í hvaða stöðu við erum gagnvart þessum skemmdarvörgum. Ef það tekst að greina hverjir það eru sem eiga þar í hlut munum við reyna að leita eftir ábyrgð hjá slíkum gerendum," segir Ari. Hann gagnrýnir lögreglu sem hann segir hafa gripið of seint inn í og spyr hvað þurfi að gerast til þess að menn fari að líta þessa stöðu alvarlegum augum. „Þetta er hætt að snúast um fólk sem er að koma skoðunum sínum á framfæri. Þegar maður horfir á myndbandið á Vísi þá er augljóst að þetta er farið að snúast meira um fólk sem sogast að þessari „action". Fólk sem hleypur til þegar verið að berja og brjóta. Eins og ég sagði í áramótagrein minni í Markaðnum þá hef ég haft almennar áhyggjur af því hvert við erum að stefna," segir Ari og vitnar í orð sín þar um hversu lengi lögreglan taki á grímuklæddum ofbeldismönnum sem góðlátlegu gríni. „Þetta er auðvitað komið út fyrir allt það sem fólk getur sætt sig við sem býr í eðlilegu samfélagi. Þetta er erfið lífsreynsla fyrir alla þá sem lenda í svona, ekki bara fyrir þá sem urðu fyrir líkamstjóni. Fólk er mjög slegið."
Tengdar fréttir Hátt í tvöhundruð mótmælendur fyrir utan Hótel Borg Á annað hundrað mótmælendur eru nú fyrir utan Hótel borg þar sem formenn allra stjórnmálaflokkanna staddir til að taka þátt í Kryddsíld Stöðvar 2 sem hefst eftir nokkrar mínútur. 31. desember 2008 13:56 Kryddsíldinni hætt vegna mótmæla - myndir Hætta þurfti útsendingum á Kryddsíld Stöðvar 2 vegna mótmæla á Hótel Borg. Mótmælendur ruddust inn á hótelið þar sem leiðtogar stjórnmálamanna sátu fyrir svörum oog brenndu í sundur kapla. Lögregla náði að rýma húsið, og er nú fjölmennt lögreglulið fyrir utan Hótel Borg og reynir að varna mótmælendum inngöngu. 31. desember 2008 14:48 Lögreglumaðurinn kinnbeinsbrotinn Lögreglumaðurinn sem fékk grjót í andlitið við mótmælin við Hótel Borg í gærkvöldi var fluttur á slysadeild þar sem kom í ljós að hann er kinnbeinsbrotinn. Þrír voru handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. 1. janúar 2009 10:18 Mótmælin við Hótel Borg - Myndband Vísir fylgdist með mótmælunum við Hótel Borg fyrr í dag. Mótmælin voru nokkuð harkaleg og enduðu með því að útsendingu frá Kryddsíld Stöðvar 2 var hætt. Lögreglan beitti piparúða og nokkrir voru handteknir á vettvangi. 31. desember 2008 16:18 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Hátt í tvöhundruð mótmælendur fyrir utan Hótel Borg Á annað hundrað mótmælendur eru nú fyrir utan Hótel borg þar sem formenn allra stjórnmálaflokkanna staddir til að taka þátt í Kryddsíld Stöðvar 2 sem hefst eftir nokkrar mínútur. 31. desember 2008 13:56
Kryddsíldinni hætt vegna mótmæla - myndir Hætta þurfti útsendingum á Kryddsíld Stöðvar 2 vegna mótmæla á Hótel Borg. Mótmælendur ruddust inn á hótelið þar sem leiðtogar stjórnmálamanna sátu fyrir svörum oog brenndu í sundur kapla. Lögregla náði að rýma húsið, og er nú fjölmennt lögreglulið fyrir utan Hótel Borg og reynir að varna mótmælendum inngöngu. 31. desember 2008 14:48
Lögreglumaðurinn kinnbeinsbrotinn Lögreglumaðurinn sem fékk grjót í andlitið við mótmælin við Hótel Borg í gærkvöldi var fluttur á slysadeild þar sem kom í ljós að hann er kinnbeinsbrotinn. Þrír voru handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. 1. janúar 2009 10:18
Mótmælin við Hótel Borg - Myndband Vísir fylgdist með mótmælunum við Hótel Borg fyrr í dag. Mótmælin voru nokkuð harkaleg og enduðu með því að útsendingu frá Kryddsíld Stöðvar 2 var hætt. Lögreglan beitti piparúða og nokkrir voru handteknir á vettvangi. 31. desember 2008 16:18