Lífið

Fengið góð viðbrögð við Skaupinu

Silja Hauksdóttir.
Silja Hauksdóttir.

Silja Hauksdóttir, leikstjóri Áramótaskaupsins, segir að hún hafi fengið betri viðbrögð við Skaupinu en hún hafi þorað að vona. ,,Fólk er almennt sátt. Allavega í mínu eyru."

"Ég er ekki komin þangað," segir Silja aðspurð hvort hún sé reiðbúin að leikstýra næsta Skaupi. Nægur tími sé til stefnu.

Silja situr ekki auðum höndum. ,,Ég er með í eftirvinnslu þáttaröðina Ástríði og svo er ég með einhver leynidjobb á kantinum."

Ástríður er rómantísk gamansería um unga konu sem flytur til Íslands til að vinna í fjármálafyrirtæki. Þættirnir verða sýndir á Stöð 2. Ilmur kristjánsdóttir leikur titilhlutverkið en hún lék stórt hlutverk í Skaupinu í gær og brá sér meðal annars í hlutverk Gísla Marteins Baldurssonar, borgarfulltrúa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.