Erlent

Enn sverfur til stáls í Mexíkó

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Lögreglumenn á hlaupum um götur Ciudad Juarez.
Lögreglumenn á hlaupum um götur Ciudad Juarez. MYND/Reuters

Sautján eru látnir eftir að tólf grímuklæddir byssumenn réðust inn í meðferðarstöð í mexíkósku borginni Ciudad Juarez í gær, stilltu vistmönnum þar upp við vegg og hófu skothríð. Árásin tengist uppgjöri eiturlyfjahringja en marga liðsmenn þeirra er að finna á meðferðarstofnunum þar sem þeir leita sér hjálpar við fíkn sinni. Þetta er ein mannskæðasta árás sem átt hefur sér stað í Mexíkó síðan Felipe Calderon, forseti landsins, hóf baráttu sína við kókaínbaróna fyrir þremur árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×