Foreldrar borguðu fyrir jarðýtu sem banaði dóttur þeirra Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. janúar 2009 21:21 Þóra Karítas Árnadóttir. Við þurfum öll að vera vakandi og öll að láta í okkur heyra. Það er svo hættulegt þegar að allt góða fólkið gerir ekki neitt. Þetta voru skilaboð ungrar bandarískrar konu, Rachel Corrie, sem lét lífið á Gaza svæðinu árið 2003. Corrie, sem var 24 ára gömul, dó þegar ísraelsk jarðýta ók yfir hana þegar hún var að verja hús palestínsku fjölskyldunnar sem hún bjó hjá. Þóra Karítas Árnadóttir leikkona ætlar að segja frá lífi hennar á opnum fundi sem félagið Ísland Palestína stendur fyrir í Iðnó á morgun. Þóra segir að Corrie hafi verið bandarískur ríkisborgari sem hafi unnið að því að koma á friði í heiminum. „Tólf ára gömul talaði Rachel Corrie um hungrið í heiminum og valdaójafnvægið í heiminum og hvernig okkur sem forréttindafólki ber skylda til að lýsa upp heiminn með því að leiðrétta það ójafnvægi sem ríkir. Vegna þess að annars bara sigra myrkraöflin," segir Þóra, sem fer með hlutverk Rachel í uppsetningu Borgarleikhússins á verkinu „Ég heiti Rachel Corrie" sem frumsýnt verður 19. mars.Palestínumenn með sprengjur eins og litli bróðir Þóra Karítas segir að augu alheimsins hafi opnast mjög fyrir ástandinu á Gaza vegna þeirra fjöldamorða sem hafi átt sér stað á undanförnum dögum. Þrátt fyrir það megi ekki gleyma því að stanslaus átök hafi verið á svæðinu. Þau hafi vissulega magnast í desember, en hafi alltaf verið alvarleg. Hún gagnrýnir jafnframt þá sem vilji ekki fordæma árásir Ísraelsmanna á Palestínumenn vegna aðgerða Hamas samtakanna. Þessu sé ekki saman að jafna. „Palestínska þjóðin hefur engin vopn á sínum höndum. Þeir eru að reyna að smygla einhverjum vopnum á milli landamæra, en eru mest með heimatilbúnar sprengjur eins og bróður minn var að búa til í efnafræðisettinu sínu þegar að hann var 12 ára. Þetta er aftur á móti stærsta hernaðarveldi í heimi sem er bakkað upp af Bandaríkjunum," segir Þóra Karítas.Bandaríkjamenn borguðu fyrir Catepillar jarðýtuna Þóra segist hafa hitt foreldra Corrie á Gaza svæðinu í mars, þar sem þau starfi við að breiða út erindi hennar. „Þá segja þau mér að þau hafi borgað fyrir Catepillar jarðýtuna sem drap dóttur þeirra. Þannig að þau eru að setja þetta í samhengi með það að benda á í hvað skattpeningar þeirra hafa farið," segir Þóra Karítas og útskýrir orð sín með því að benda á að stór hluti af skattfé Bandaríkjamanna fari í hernað. Búnaður Bandaríkjahers sé jafnframt oft prófaður á Gaza svæðinu. Þóra Karítas segir frá lífi Corrie á fundinum á morgun. Auk hennar flytja Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, og Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins framsögur. Þá mun Bubbi Morthens syngja nokkur lög. Fundurinn hefst klukkan fjögur. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Við þurfum öll að vera vakandi og öll að láta í okkur heyra. Það er svo hættulegt þegar að allt góða fólkið gerir ekki neitt. Þetta voru skilaboð ungrar bandarískrar konu, Rachel Corrie, sem lét lífið á Gaza svæðinu árið 2003. Corrie, sem var 24 ára gömul, dó þegar ísraelsk jarðýta ók yfir hana þegar hún var að verja hús palestínsku fjölskyldunnar sem hún bjó hjá. Þóra Karítas Árnadóttir leikkona ætlar að segja frá lífi hennar á opnum fundi sem félagið Ísland Palestína stendur fyrir í Iðnó á morgun. Þóra segir að Corrie hafi verið bandarískur ríkisborgari sem hafi unnið að því að koma á friði í heiminum. „Tólf ára gömul talaði Rachel Corrie um hungrið í heiminum og valdaójafnvægið í heiminum og hvernig okkur sem forréttindafólki ber skylda til að lýsa upp heiminn með því að leiðrétta það ójafnvægi sem ríkir. Vegna þess að annars bara sigra myrkraöflin," segir Þóra, sem fer með hlutverk Rachel í uppsetningu Borgarleikhússins á verkinu „Ég heiti Rachel Corrie" sem frumsýnt verður 19. mars.Palestínumenn með sprengjur eins og litli bróðir Þóra Karítas segir að augu alheimsins hafi opnast mjög fyrir ástandinu á Gaza vegna þeirra fjöldamorða sem hafi átt sér stað á undanförnum dögum. Þrátt fyrir það megi ekki gleyma því að stanslaus átök hafi verið á svæðinu. Þau hafi vissulega magnast í desember, en hafi alltaf verið alvarleg. Hún gagnrýnir jafnframt þá sem vilji ekki fordæma árásir Ísraelsmanna á Palestínumenn vegna aðgerða Hamas samtakanna. Þessu sé ekki saman að jafna. „Palestínska þjóðin hefur engin vopn á sínum höndum. Þeir eru að reyna að smygla einhverjum vopnum á milli landamæra, en eru mest með heimatilbúnar sprengjur eins og bróður minn var að búa til í efnafræðisettinu sínu þegar að hann var 12 ára. Þetta er aftur á móti stærsta hernaðarveldi í heimi sem er bakkað upp af Bandaríkjunum," segir Þóra Karítas.Bandaríkjamenn borguðu fyrir Catepillar jarðýtuna Þóra segist hafa hitt foreldra Corrie á Gaza svæðinu í mars, þar sem þau starfi við að breiða út erindi hennar. „Þá segja þau mér að þau hafi borgað fyrir Catepillar jarðýtuna sem drap dóttur þeirra. Þannig að þau eru að setja þetta í samhengi með það að benda á í hvað skattpeningar þeirra hafa farið," segir Þóra Karítas og útskýrir orð sín með því að benda á að stór hluti af skattfé Bandaríkjamanna fari í hernað. Búnaður Bandaríkjahers sé jafnframt oft prófaður á Gaza svæðinu. Þóra Karítas segir frá lífi Corrie á fundinum á morgun. Auk hennar flytja Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, og Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins framsögur. Þá mun Bubbi Morthens syngja nokkur lög. Fundurinn hefst klukkan fjögur.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira