Innlent

Sex mánaða fangelsi fyrir blygðunarsemisbrot

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag fertugan karlmann í sex mánaða fangelsi fyrir blygðunarsemisbrot með því að hafa haft samræði við konu gegn vilja hennar og notfært sér að hún gat hvorki spornað við né skilið þýðingu verknaðar mannsins þar sem hún taldi að um annan mann væri að ræða.

Maðurinn fór inn í myrkvað hótelherbergi þar sem konan lá ein sofandi eftir að hafa haft samræði við annan mann skömmu áður og átti hún von á þeim manni til baka inn í herbergið. Hafði hún samfarir við manninn á þeirri forsendu að hún væri aftur að hafa samfarir við sama mann og áður.

Hinn dæmdi neitaði sök fyrir dómi og taldi að konan hafi vitað við hvaða mann hún hafði samræmi við. Rök hans voru hins vegar ekki talin fullnægjandi.

Auk sex mánaða fangelsis var maðurinn dæmdur til að greiða konunni 600 þúsund krónur í miskabætur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×