Innlent

Skólasókn ekki versnað í kreppunni

Skólasókn nemenda í framhaldsskólum er óbreytt eða hefur batnað í langflestum skólum miðað við á sama tíma í fyrra. Þetta er niðurstaða rafrænnar könnunar sem menntamálaráðuneytið gerði meðal skólameistara 30 framhaldsskóla í október um aðgerðir í kjölfar efnahagskreppunnar.

Hvergi töldu skólameistarar að þátttaka nemenda í félagslífi skólans hefði minnkað frá í fyrra og langflestir töldu að áfengis- og vímuefnaneysla nemenda væri óbreytt eða hefði minnkað.

Tilgangurinn með könnuninni var að fanga það andrúmsloft sem ríkir meðal nemenda í framhaldsskólum að mati skólastjórnenda og samstarfsfólks þeirra. Ætlunin er að gera sambærilega könnun einu sinni á skólaönn. Að auki verður hefðbundin tölfræði skoðuð og fylgs með brottfalli og fleiri þáttum. Komi óæskileg þróun í ljós mun ráðuneytið bregðast við því á viðeigandi hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×