Erlent

Tugir þúsunda mótmæltu í Kaupmannahöfn

Tugir þúsunda hafa mótmælt í Kaupmannahöfn í dag. Mynd/ AFP.
Tugir þúsunda hafa mótmælt í Kaupmannahöfn í dag. Mynd/ AFP.

Tug þúsundir mótmælenda gengu um götur Kaupmannahafnar í Danmörku í dag í mótmælum vegna loftlagsráðstefnunnar sem fram fer þar í borg. Fulltrúar iðnríkja heimsins ræða á ráðstefnunni um drög að samkomulagi til að sporna gegn gróðurhúsaáhrifum. Mótmælendurnir vilja að iðnríkin grípi sem fyrst til aðgerða sem gætu orðið til þess að draga úr gróðurhúsaáhrifum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×