Erlent

Ísbirnir éta hver annan í hungursneyð

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Ísbjörn gæðir sér á bráð sinni.
Ísbjörn gæðir sér á bráð sinni.

Ísbirnir á Norðurpólnum og í nágrenni hans eru farnir að éta hver annan í þeirri hungursneyð sem þeir hafa mátt sæta eftir að ísbráðnun á pólnum varð svo mikil að örðugt fór að verða fyrir birnina að veiða sér seli til matar en á ísbreiðunum náðu þeir helst í seli. Nokkrar ljósmyndir sem teknar voru norður af bænum Churchill í Manitoba sýna svo ekki verður um villst ísbirni éta ísbjarnarhúna og gönguhópur á ferð með leiðsögumanni á svipuðum slóðum varð vitni að því sama. Náttúruverndarsamtök í Manitoba segjast vita um átta tilfelli þessa það sem af er árinu en svo mörg tilfelli séu einsdæmi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×