Innlent

Gengi krónunnar mun haldast lágt næstu ár ef ekki áratugi

Gengi krónunnar mun haldast lágt næstu ár ef ekki áratugi vegna versnandi skuldastöðu hins opinbera. Þetta kom fram í máli Seðlabankastjóra á blaðamannafundi í dag.

Seðlabankinn lækkaði stýrivexti í dag um eitt prósentustig, úr 11 prósentum í tíu. Minnkandi verðbólga og stöðugt gengi krónunnar skýrir vaxtalækkunina að mestu - en lækkunin er þó meiri en spár gerðu ráð fyrir. Gengi krónunnar gagnvart evru hefur verið á bilinu 182 til 184 síðan í haust.

Fram kom í máli seðlabankastjóra á blaðamannfundi í morgun að áframhaldandi gengisstöðugleiki muni ýta undir frekari vaxtalækkanir. Hann þó ekki von á því að krónan muni styrkjast verulega á næstu árum.

„Í ljósi þess að Ísland náttúrulega verðu ansi skuldsett og þarf á viðskiptaafgangi að halda til þess að greiða niður skuldirnar þá liggur það í hlutarins eðli að krónan verður veikari heldur en ella," sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.

Gengi krónunnar er nú 30 prósentum fyrir neðan meðaltal síðustu ára. „Væntanlega mun hún leita að þessu meðaltali yfir lengri tíma en það gæti tekið mörg ár eða jafnvel áratugi þess vegna," sagði Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri.

Myntkörfulánin eru því ekki að fara að lækka frekar en verð á innfluttum vörum. Þá setur þetta nokkur spurningarmerki við getu þjóðarbúsins til að ráða við Icesave skuldbindinguna.

Í skriflegri umsöng Seðlabankans um Icesave samkomulagið frá því í júlí er gert ráð fyrir því að krónan muni styrkjast verulega á næstu árum.

Samkomulagið sjálft felur þó í sér vítahring ef túlka má orð seðlabankastjóra- þar sem skuldabyrðin sjálf kemur í veg fyrir að gengisþróun verði Íslendingum hagstæð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×