Innlent

Undanþága frá fiskveiðistefnu ólíkleg

Íslendingar fá líklega ekki undanþágu frá sameiginlegri fiskveiðistefnu Evrópusambandsins, segir norskur þjóðréttarsérfræðingur við Háskólann í Tromsö.

Peter Ørebech er þjóðréttarfræðingur við Háskólann í Tromsö í Noregi. Hann verður meðal fyrirlesara á ráðstefnu Heimssýnar, hreyfingu sjálfsstæðissinna í Evrópumálum, á morgun þar sem sjávarútvegurinn og ESB verða til umræðu.

Ørebech segir erfitt að spá fyrir um möguleika Íslands á að fá undanþágur á sameiginlegri fiskveiðistefnu ESB í aðildarviðræðum en hann er svartsýnn. Hann miðar við viðræður Norðmanna um aðild sem var hafnað í atkvæðagreiðslu 1994 og átta Austur-Evrópuríkja sem lauk með aðild 2004.

Rætt hefur verið um regluna um hlutfallslegan stöðugleika og sögulega veiðiréttindi sem rökstuðning fyrir því að Íslendingar þurfi í reynd ekki að hafa áhyggur af stöðu sinni hvað fiskveiðar varði með inngöngu í ESB. Hún felur í sér að kvóti innan tvö hundruð mílna lögsögu tiltekins lands er skipt eftir sögulegri veiðireynslu og efnahagslegu mikilvægi fiskveiða fyrir viðkomandi land.

Ørebech bendir á að sameiginleg fiskveiðistefna ESB sé í endurskoðun og ný verði tekin upp 2013. Óvíst sé að hlutfallslegur stöðugleiki verði þar með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×