Lífið

Greftrun Jacksons enn frestað

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Tónlistarmaðurinn Michael Jackson.
Tónlistarmaðurinn Michael Jackson.
Greftrun poppgoðsins Michael Jackson hefur enn verið frestað um fimm daga. Samkvæmt lögfræðingi móður Jacksons var ágreiningur innan fjölskyldunnar um dagsetninguna, þar eð einhverjir vildu að goðið yrði jarðsett á afmælisdegi sínum 29. ágúst eins og til stóð, en aðrir hafi verið því mótfallnir.

Úr varð að greftruninni var frestað til þriðja september og verður athöfnin haldin að kvöldi til í Glendale Forest Lawn Memorial Park í úthverfi Los Angeles í Bandaríkjunum.

Jackson lést úr hjartaáfalli 25. júní síðastliðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.