Innlent

Nærri tífalt yfir heilsumörkum

Flugeldasala mun hafa verið dræmari í ár en í fyrra, en lognið gerði að verkum að mengunin fór langt yfir heilsuverndarmörk.
Flugeldasala mun hafa verið dræmari í ár en í fyrra, en lognið gerði að verkum að mengunin fór langt yfir heilsuverndarmörk. Fréttablaðið/pjetur

Svifryksmengun í Reykjavík eftir miðnætti á gamlárskvöld mældist 425 míkrógrömm þar sem hún var mest, við Melatorg. Heilsuverndarmörk svifryks eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.

Mengunin var enn yfir mörkum á hádegi í gær, en sólarhringurinn allur mun mælast undir þeim, segir í tilkynningu frá umhverfis- og samgönguráði borgarinnar.

Dregið hafi úr menguninni þegar vind hvessti um nóttina.

Svifryksmengun mátti fara 18 sinnum yfir heilsuverndarmörk árið 2008, en fór 25 sinnum yfir þau.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×