Innlent

Afgreiðsla Icesave málsins í uppnámi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis. Mynd/ Anton.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis. Mynd/ Anton.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, frestaði þingfundi nú rétt eftir klukkan hálfteitt vegna ágreinings um túlkun á samkomulagi meirihluta og minnihluta um lausn á Icesave deilunni á Alþingi. Var fundi frestað um fimm mínútur eftir að Höskuldur Þórhallsson sté í pontu og lýsti yfir megnri óánægju með framgang málsins.

Eins og fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar náðist samkomulag á fundi Ástu Ragnheiðar með stjórnarandstöðunni á föstudag um lok annarrar umræðu Icesave frumvarps ríkisstjórnarinnar. Umræðan hófst að nýju klukkan hálf eitt í dag en varði ekki lengi vegna þessa ágreinings sem virðist kominn upp að nýju.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, boðaði þá formenn þingflokka á sinn fund. Um fimm mínútum síðar hófst þingfundur svo aftur undir stjórn Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, varaforseta Alþingis, með umræðum um fundarstjórn forseta. Unnur Brá Konráðsdóttir sagði þá að erfitt væri að hefja þingfund á meðan að ekki lægi fyrir hvort stjórnarmeirihlutinn ætlaði að standa við það samkomulag sem gert hafi verið fyrir helgi.


Tengdar fréttir

Yfir 350 ræður haldnar í Icesave

Lokaspretturinn í annarri umræðu um Icesavefrumvarp ríkisstjórnarinnar hefst í hádeginu á Alþingi. Atkvæði verða greidd um frumvarpið á morgun. Haldnar hafa verið yfir 350 ræður og gerða meira en 2.000 athugasemdir í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×