HÍ og Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri hugsanlega sameinaðir Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. febrúar 2009 21:00 Katrín Jakobsdóttir er reiðubúin til þess að skoða sameiningu skólanna. Til greina kemur að sameina Háskóla Íslands og Landbúnaðarskólann á Hvanneyri. Þetta kemur fram í bréfi sem menntamálaráðuneytið sendi stjórnendum skólanna um miðjan febrúar. Jón Atli Benediktsson, aðstoðarrektor vísinda og kennslu við HÍ, segir að í bréfinu sé óskað eftir því að báðir skólar skoði fýsileika þess að sameina Háskóla Íslands og Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. „Okkur finnst áhugavert að skoða þetta betur, en það á eftir að fara yfir málið," segir Jón Atli. Hann bendir á að sameiningu Kennaraháskólans og Háskóla Íslands hafi lokið á síðasta ári og það yrði væntanlega notuð svipuð aðferðarfræði við þessa sameiningu. Jón Atli segir að samkvæmt ósk menntamálaráðuneytis verði skipaður hópur sem muni skoða hvort sameiningin sé æskileg. Sá hópur skili af sér í mars. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir að hugmyndin um sameiningu hafi vissulega komið til tals. Hún segist hins vegar ekkert vilja gera í málinu á yfirstandandi þingi og ekki fyrr en hún sé búin að kynna sér málið til hlítar og ræða við aðila beggja skóla. Verði stjórnendur og starfsfólk beggja skólanna ánægðir með hugmyndina að þá sé hún tilbúin til að skoða sameiningu. „En ég hef hvorki tekið afstöðu með eða móti," segir Katrín. Aðspurð segir Katrín að það sé ekki krafa frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að fækka skólum. Það sé hins vegar krafa um sparnað. „Og við verðum að spyrja okkur hvar við viljum að sparnaðurinn komi niður. Á hann að koma niður á gæðum náms og kennslu? Á hann að koma niður á rannsóknum eða er hægt að spara í yfirstjórn?" Katrín ítrekar hins vegar að ekkert verði gert í að fækka skólum nema að baki liggi fagleg vinna. Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Sjá meira
Til greina kemur að sameina Háskóla Íslands og Landbúnaðarskólann á Hvanneyri. Þetta kemur fram í bréfi sem menntamálaráðuneytið sendi stjórnendum skólanna um miðjan febrúar. Jón Atli Benediktsson, aðstoðarrektor vísinda og kennslu við HÍ, segir að í bréfinu sé óskað eftir því að báðir skólar skoði fýsileika þess að sameina Háskóla Íslands og Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. „Okkur finnst áhugavert að skoða þetta betur, en það á eftir að fara yfir málið," segir Jón Atli. Hann bendir á að sameiningu Kennaraháskólans og Háskóla Íslands hafi lokið á síðasta ári og það yrði væntanlega notuð svipuð aðferðarfræði við þessa sameiningu. Jón Atli segir að samkvæmt ósk menntamálaráðuneytis verði skipaður hópur sem muni skoða hvort sameiningin sé æskileg. Sá hópur skili af sér í mars. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir að hugmyndin um sameiningu hafi vissulega komið til tals. Hún segist hins vegar ekkert vilja gera í málinu á yfirstandandi þingi og ekki fyrr en hún sé búin að kynna sér málið til hlítar og ræða við aðila beggja skóla. Verði stjórnendur og starfsfólk beggja skólanna ánægðir með hugmyndina að þá sé hún tilbúin til að skoða sameiningu. „En ég hef hvorki tekið afstöðu með eða móti," segir Katrín. Aðspurð segir Katrín að það sé ekki krafa frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að fækka skólum. Það sé hins vegar krafa um sparnað. „Og við verðum að spyrja okkur hvar við viljum að sparnaðurinn komi niður. Á hann að koma niður á gæðum náms og kennslu? Á hann að koma niður á rannsóknum eða er hægt að spara í yfirstjórn?" Katrín ítrekar hins vegar að ekkert verði gert í að fækka skólum nema að baki liggi fagleg vinna.
Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Sjá meira