Innlent

Skráðum umferðarslysum fækkar milli ára

Skráðum umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði talsvert árið 2008 miðað við árið 2007. Þetta kemur fram í ársskýrslu umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en um bráðabirgðatölur er að ræða.

Fækkunin kemur fram á sama tíma og kærum vegna umferðarlagabrota fækkar einnig milli ára, „meðal annars vegna breyttra áherslna lögreglu í umferðarmálum," að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni.

„Þá eru sömuleiðis vísbendingar um lækkaðan umferðarhraða í umdæminu, samkvæmt tölum frá Vegagerð ríkisins og Reykjavíkurborg. Tekið skal fram að allar tölur í ársskýrslunni eru bráðabirgðatölur," segir einnig.

Meðfylgjandi er ársskýrsla umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.




















Fleiri fréttir

Sjá meira


×