Erlent

Rússnenskur aðgerðarsinni myrtur

Natalia Estemirova
Natalia Estemirova

Rússnenski aðgerðarsinninn Natalia Estemirova fannst látin í norður-kákasushéraði í Rússlandi. Hún hafði verið myrt. Henni hafði verið rænt út á götu þegar henni var kippt upp í sendiferðarbíl og í kjölfarið drepin.

Estemirova var að rannsaka meinta stríðsglæpi rússnenskra hermanna í Tjétseníu þegar hún var myrt. Hún vann fyrir mannréttindasamtökin Memorial Group sem eru ein þekktustu og stærstu samtök sinnar tegundar í Rússlandi.

Estemirova var fimmtug þegar hún lést samkvæmt BBC. Hún hafði áður unnið með blaðakonunni Önna Politkovskaya sem var skotin til bana árið 2006.

Forseti Rússlands Dimitry Medvedev hefur brugðist harkalega við morðinu og fyrirskipað rannsókn á málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×