Sálin hans Jóns míns vægast sagt tryllti gesti á skemmtistaðnum Nasa um helgina.
„Við æfum nú ekki reglulega, mörg laganna eru í blóðinu og fara ekkert þaðan," sagði Stefán Hilmarsson söngvari aðspurður hvort meðlimir hljómsveitarinnar þurfi nokkuð að æfa sig lengur.

Sígildir slagarar hljómsveitarinnar vöktu lukku og stemningin var gríðarlega góð eins og myndirnar, sem Þorgeir ljósmyndari tók, sýna greinilega.