Innlent

Fjölmenni á kertavökum

Bæjarbúar tóku sér frí frá jólaamstri og kveiktu á kertum í rigningunni.
mynd/Þorsteinn eyþórsson
Bæjarbúar tóku sér frí frá jólaamstri og kveiktu á kertum í rigningunni. mynd/Þorsteinn eyþórsson
Áætlað er að mörg hundruð þúsund manns hafi mætt á meira en 3.200 loftslagskertavökur í 139 löndum í gær. Meira en ellefu milljónir manna um allan heim hafa skrifað undir yfirlýsingu um að þeir séu tilbúnir fyrir raunverulegar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum.

Á Íslandi voru haldnar kertasamkomur í Stykkishólmi, Borgarnesi og Reykjavík. - shá



Fleiri fréttir

Sjá meira


×