Innlent

Boða til mótmæla bílaeigenda

Samtökin Nýtt Ísland standa á morgun fyrir mótmælum fyrir utan húsnæði fimm fyrirtækja sem lána til bifreiðakaupa. Safnast verður saman fyrir utan fyrirtækin og flautað stanslaust í þrjár mínútur.

Mótmælin byrja klukkan 12 á morgun hjá Íslandsbanka Kirkjusandi. „Bílalestin fer síðan að höfuðstöðvum SP Fjármögnunar að Sigtúni 42, þaðan ökum við að Lýsingu í ármúla. Tryggingamiðstöðin Síðumúla verður heimsótt og við endum á Suðurlandsbrautinni hjá Avant. Flautað verður stanslaust í 3 mínútur fyrir utan hvert þeirra," segir í tilkynningu frá samtökunum.



Aðgerðir eru boðaðar í hádeginu alla þriðjudaga í vetur eða þar til „réttlátar leiðréttingar vegna höfuðstólshækkunar bílasamninga bílalánafyrirtækjanna gagnvart lántakendum verður mætt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×