Erlent

Hávaðarifrildi í Höfn

Óli Tynes skrifar
Danska lögreglan stöðvar göngu mótmælenda.
Danska lögreglan stöðvar göngu mótmælenda. Mynd/AP
Það er líklega óhætt að segja að allt hafi verið upp í loft í Kaupmannahöfn í dag. Átök milli lögreglu og mótmælenda ágerast eftir því sem líður á ráðstefnuna og fleiri þjóðarleiðtogar koma til Danmerkur.

Danska lögreglan ætlar greinilega ekki að missa stjórn á málum og hefur handtekið mörghundruð manns undanfarna daga. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra eru útlendingar.

Flestum hefur þó verið sleppt mjög fljótlega aftur. Innandyra á ráðstefnunni hefur einnig slegið í brýnu.

Þar takast á þróunarríki og iðnríki um hver skuli borga hvað. Samtökin G77 sem er samninganefnd þróunarríkja gengu svo langt að hætta þáttöku á ráðstefnunni.

Þau vilja að iðnríkin leggi á borðið loforð sína um fjárhagslega aðstoð við að hrinda samþykktum ráðstefnunnar í framkvæmd.

Iðnríkin vilja hinsvegar fyrst fá að heyra hvað þróunarlöndin ætla að leggja af mörkum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×