Gáfumannahljómsveit sem kynntist á Íslandi 14. desember 2009 02:00 Gáfumannahljómsveitin vann alþjóðlega lagakeppni sem var haldin á Netinu. Gáfumannahljómsveitin The Esoteric Gender vann nýverið alþjóðlega lagakeppni sem var haldin á Netinu. Hljómsveitin er skipuð erlendum nemum úr Háskóla Íslands og einum háskólaprófessor. „Þetta kom okkur mjög á óvart. Við áttum alls ekki von á því að vinna þetta,“ segir söngkonan Lisa Jamesdaughter frá Manchester. Hljómsveitin, sem spilar seiðandi rafpopp, sigraði með laginu Pretty Muted Blue. Keppnin nefnist SEAT og geta notendur síðunnar Sellband.com í hverjum mánuði kosið eitt lag af þeim tíu sem eru tilnefnd. Þær hljómsveitir sem bera sigur úr býtum eru síðan styrktar til plötuútgáfu. Einnig geta notendur síðunnar tekið þátt í að styrkja sveitirnar til plötuútgáfu og fá þeir í staðinn hluta af hagnaði plötunnar. Lisa fluttist til Íslands árið 2003 eftir að hafa útskrifast sem hljóðmaður úr listaháskóla Bítilsins Pauls McCartney í Liverpool. Hún skráði sig í nám í skapandi ritsmíðum við Háskóla Íslands og kynntist þar Frakkanum Jean-Christophe Salaün. Saman stofnuðu þau hljómsveitina The Esoteric Gender og skömmu síðar bættist við danski trommuleikarinn Thomas Brorsen Smidt, sem stundar meistaranám í kynjafræði. „Fyrstu tónleikarnir okkar voru á Café Rosenberg. Okkur vantaði stóra trommu og fengum eina lánaða sem Egill Ólafsson átti. Mér var bent á að banka upp á hjá honum og þá gerði ég mér enga grein fyrir því að hann ætti heima þarna. Allt í einu mætti náunginn úr Stuðmönnum til dyra og hann var mjög vingjarnlegur og lánaði okkur trommuna,“ segir Lisa. Einn meðlimur til viðbótar bættist við nokkru síðar og það var Gabriel Malenfant frá Quebec í Kanada, sem kennir heimspeki við Háskóla Íslands. „Hann er prófessor í háskólanum og við komumst að því að hann væri gítarleikari líka. Það er dálítið fyndið að hann skuli vera að kenna í skólanum og sé núna hluti af hljómsveitinni okkar.“ Það var síðan upptökustjórinn og hljóðmaðurinn Tony Platt, sem Lisa kynntist í listaskóla McCartneys, sem hvatti þau til að taka þátt í keppninni á Netinu. Hann hefur unnið með flytjendum á borð við The Who, Led Zeppelin, Wings, AC/DC, Metallica og Bob Marley. The Esoteric Gender er sem sagt mikil gáfumannahljómsveit. Spurð hvort gáfurnar endurspeglist í tónlistinni segir Lisa að vissulega hafi þær eitthvað að segja. „Nýjasta lagið okkar fjallar um hvernig bókmenntir hafa áhrif á okkur og við syngjum líka mikið um kynjamál. Sumir textarnir virka stundum femínískir en eru það ekki alltaf. Til dæmis gerði ég einn texta um að konur drepi karla tilfinningalega,“ segir hún og hlær. Hljómsveitin er starfrækt á Íslandi og lítur hún á sig sem íslenska þótt allir meðlimirnir séu erlendir. „Reykjavík er mjög hentugur staður fyrir okkur sem hljómsveit og hérna er gott alþjóðlegt samfélag. Við lítum á okkur sem íslenskt band því við stofnuðum hljómsveitina hér og fáum mikinn innblástur úr umhverfi okkar,“ segir Lisa. freyr@frettabladid.is Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Gáfumannahljómsveitin The Esoteric Gender vann nýverið alþjóðlega lagakeppni sem var haldin á Netinu. Hljómsveitin er skipuð erlendum nemum úr Háskóla Íslands og einum háskólaprófessor. „Þetta kom okkur mjög á óvart. Við áttum alls ekki von á því að vinna þetta,“ segir söngkonan Lisa Jamesdaughter frá Manchester. Hljómsveitin, sem spilar seiðandi rafpopp, sigraði með laginu Pretty Muted Blue. Keppnin nefnist SEAT og geta notendur síðunnar Sellband.com í hverjum mánuði kosið eitt lag af þeim tíu sem eru tilnefnd. Þær hljómsveitir sem bera sigur úr býtum eru síðan styrktar til plötuútgáfu. Einnig geta notendur síðunnar tekið þátt í að styrkja sveitirnar til plötuútgáfu og fá þeir í staðinn hluta af hagnaði plötunnar. Lisa fluttist til Íslands árið 2003 eftir að hafa útskrifast sem hljóðmaður úr listaháskóla Bítilsins Pauls McCartney í Liverpool. Hún skráði sig í nám í skapandi ritsmíðum við Háskóla Íslands og kynntist þar Frakkanum Jean-Christophe Salaün. Saman stofnuðu þau hljómsveitina The Esoteric Gender og skömmu síðar bættist við danski trommuleikarinn Thomas Brorsen Smidt, sem stundar meistaranám í kynjafræði. „Fyrstu tónleikarnir okkar voru á Café Rosenberg. Okkur vantaði stóra trommu og fengum eina lánaða sem Egill Ólafsson átti. Mér var bent á að banka upp á hjá honum og þá gerði ég mér enga grein fyrir því að hann ætti heima þarna. Allt í einu mætti náunginn úr Stuðmönnum til dyra og hann var mjög vingjarnlegur og lánaði okkur trommuna,“ segir Lisa. Einn meðlimur til viðbótar bættist við nokkru síðar og það var Gabriel Malenfant frá Quebec í Kanada, sem kennir heimspeki við Háskóla Íslands. „Hann er prófessor í háskólanum og við komumst að því að hann væri gítarleikari líka. Það er dálítið fyndið að hann skuli vera að kenna í skólanum og sé núna hluti af hljómsveitinni okkar.“ Það var síðan upptökustjórinn og hljóðmaðurinn Tony Platt, sem Lisa kynntist í listaskóla McCartneys, sem hvatti þau til að taka þátt í keppninni á Netinu. Hann hefur unnið með flytjendum á borð við The Who, Led Zeppelin, Wings, AC/DC, Metallica og Bob Marley. The Esoteric Gender er sem sagt mikil gáfumannahljómsveit. Spurð hvort gáfurnar endurspeglist í tónlistinni segir Lisa að vissulega hafi þær eitthvað að segja. „Nýjasta lagið okkar fjallar um hvernig bókmenntir hafa áhrif á okkur og við syngjum líka mikið um kynjamál. Sumir textarnir virka stundum femínískir en eru það ekki alltaf. Til dæmis gerði ég einn texta um að konur drepi karla tilfinningalega,“ segir hún og hlær. Hljómsveitin er starfrækt á Íslandi og lítur hún á sig sem íslenska þótt allir meðlimirnir séu erlendir. „Reykjavík er mjög hentugur staður fyrir okkur sem hljómsveit og hérna er gott alþjóðlegt samfélag. Við lítum á okkur sem íslenskt band því við stofnuðum hljómsveitina hér og fáum mikinn innblástur úr umhverfi okkar,“ segir Lisa. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein