Fótbolti

MLS græddi 1,3 milljarða á lánssamningi Beckham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Beckham þurfti að greiða væna upphæð úr eigin vasa til að halda lífi í landsliðsferli sínum.
Beckham þurfti að greiða væna upphæð úr eigin vasa til að halda lífi í landsliðsferli sínum. Nordic Photos / Getty Images
Bandaríska úrvalsdeildin í fótbolta, MLS, græddi tíu milljónir dollara eða 1,3 milljarð króna á því að framlengja lánssamning David Beckham við AC Milan.

„Við fórum fram á tíu milljónir dollara og fengum okkar tíu milljónir," sagði Don Garber, yfirmaður deildarinnar. „Við vitum ekki hvaðan sá peningur kemur. Hann getur ekki fengið greitt frá Milan. Milan gæti greitt okkur. Hann gæti greitt þeim."

Garber gaf þar með hreinlega í skyn að Beckham hafi sjálfur greitt hluta gjaldsins ef ekki allt gjaldið.

Leikmenn í Bandaríkjunum eru samningsbundnir deildinni sjálfri en ekki félögunum eins og tíðkast víða annars staðar.

Beckham getur rift samningi sínum við LA Galaxy í lok tímabilsins næsta haust en haldur aftur til liðsins frá Ítalíu í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×