Innlent

Tryggingastofnun, Vinnumálastofnun og Vinnumálaeftirlit sameinuð

Árni Páll Árnason segir að með sameiningu sé hægt að búa til heilbrigðari og heilsteyptari umgjörð um vinnumarkað og velferð. Mynd/ Anton.
Árni Páll Árnason segir að með sameiningu sé hægt að búa til heilbrigðari og heilsteyptari umgjörð um vinnumarkað og velferð. Mynd/ Anton.
Til stendur að sameina Tryggingastofnun ríkisins, Vinnumálastofnun og Vinnueftirlitið. Félags- og tryggingamálaráðherra segist vonast til að árangurinn byrji að skila sér árið 2011.

Árni Páll Árnason, félags og tryggingamálaráðherra, segir að vinna sé hafin að því að sameina þessar þrjár stofnanir. Markmiðið sé að ná hagræðingu í rekstri stofnana og stjórnunarkostnaði til lengri tíma litið.

Árni Páll segir að þannig sé hægt að búa til heilbrigðari og heilsteyptari umgjörð um vinnumarkað og velferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×