Innlent

Réttað yfir siglandi Hollendingnum

Réttað yfir sakborningum í Papeyjarmálinu.
Réttað yfir sakborningum í Papeyjarmálinu.

Réttarhaldi vegna frávísunarkröfu Hollendingsins Peters Rabe er nýlokið í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Peter hefur verið ákærður fyrir að eiga aðild að Papaeyjarsmyglinu svokallaða en krafðist frávísunar í gær, klukkustund fyrir aðalmeðferð málsins, vegna þess að hann var handsamaður fyrir utan íslenska lögsögu. Hann véfengir að héraðsdómur á Íslandi hafi lögsögu í málinu.

Saksóknari hélt því fram að það væru afleiðingar brotsins sem ættu að gilda. Efnin sem flutt voru hingað til lands voru ætluð til sölu hér á landi, því væri eðlilegast að rétta yfir honum hér á landi. Þarna séu íslenskir hagsmunir í húfi.

Þá var vísað í tvö dómafordæmi en ljóst þykir að um einstakt tilvik er að ræða í tilfelli Rabe sem á sér enga hliðstæðu.

Verjandi Rabe hrakti dómafordæmin sem voru lögð fram.

Dómari fer nú yfir frávísunarkröfuna en ekki er vitað hvenær má vænta úrskurðar í málinu. Hvernig sem fer má þó fastlega búast við að aðilar kæri úrskurðinn til Hæstaréttar Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×