Sport

Gummi Ben ekkert heyrt í Selfyssingum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Benediktsson, leikmaður KR.
Guðmundur Benediktsson, leikmaður KR. Mynd/Valli

Guðmundur Benediktsson, leikmaður KR, segir að hann hafi ekkert heyrt í forráðamönnum Selfoss sem hafa verið sagðir hafa áhuga á að fá hann til starfa hjá félaginu.

Gunnlaugur Jónsson, núverandi þjálfari Selfoss, tekur við Val eftir að tímabilinu lýkur og þurfa því Selfyssingar að finna sér nýjan þjálfara.

„Ég hef ekkert heyrt nema það sem komið hefur fram í fjölmiðlum," sagði Guðmundur. „Ég er því ekkert að velta þessu fyrir mér. Samningnum mínum við KR lýkur eftir rúmar tvær vikur og þá mun ég skoða mín mál."

Hann sagði einnig enn óljóst hvort hann ætlaði sér strax í þjálfun eða jafnvel að halda áfram sem leikmaður. „Ég er ekki enn búinn að gera upp minn hug og því óljóst hvað ég geri."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×