Lífið

Kreppuvindlar og vatnspípur

Sölvi Óskarsson, eigandi Bjarkar, og Kári Kjartansson hafa í nógu að snúast þessa dagana. fréttablaðið/anton
Sölvi Óskarsson, eigandi Bjarkar, og Kári Kjartansson hafa í nógu að snúast þessa dagana. fréttablaðið/anton
„Það er hægt að fá sér góðan vindil allt frá 500 krónum stykkið upp í 4.000 krónur,“ segir Kári Kjartansson, starfsmaður tóbaksverslunarinnar Bjarkar.

Vindlareykingamenn flykkjast nú í búðina fyrir gamlárskvöld þrátt fyrir hækkandi verð á vindlum. „Bæði tóbaksskattur hefur hækkað og gengið hefur fallið. Þetta hefur mikil áhrif. En við reynum að koma til móts við fólk og hafa verðið temmilegt.“

Lítið er um að dýrustu vindlarnir seljist en þeir eru flestir frá Kúbu, Dóminíska lýðveldinu og Hondúras. Vindlarnir á um 500 krónur eru vinsælli, nokkurs konar kreppuvindlar. „Þeir eru betri fyrir pyngjuna hjá sumum. Það er um að gera að geta boðið allan skalann í þessu,“ segir Kári.

Hann bætir við að hefðbundnar pípur hafi aukist í vinsældum að undanförnu sem og arabískar vatnspípur. „Það er svolítið sótt í tóbakið í þær til að eiga fyrir áramótapartíin. Þetta er í alls kyns bragðtegundum, epla-, jarðarberja- og myntubragð. Þetta er gripur sem margir reykja úr. Menn eru að ræða heimsmálin og róa sig niður með góðri vatnspípu.“

Vasapelar hafa einnig notið aukinna vinsælda. „Það er orðinn dýr dropinn á klúbbunum. Það er gott að geta yljað sér aðeins á röltinu,“ segir Kári.“ - fb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.