„Ég borða rjúpu á aðfangadagskvöld og hef alltaf gert. Meira að segja þegar ég var grænmetisæta til ellefu ára," segir Karl Berndsen hár- og förðunarfræðingur í viðtali við Jól.is.
„Síðan eyði ég jólunum í svefn og át þess á milli," segir hann.
Karl spjallar um jólin og gefur lesendum Vísis skotheld fegrunarráð fyrir jólin hér.