Erlent

Auka viðbúnað á Hawaii vegna Norður-Kóreu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Eldflaugaskotpallur í Norður-Kóreu.
Eldflaugaskotpallur í Norður-Kóreu.

Bandaríkjaher hefur aukið viðbúnað sinn á Hawaii vegna hugsanlegrar eldflaugaárásar Norður-Kóreu en japanskt dagblað greindi frá því í gær að Norður-Kóreumenn hefðu í hyggju að skjóta langdrægustu eldflaug sinni í átt að Hawaii nálægt þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, 4. júlí. Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, staðfesti að herinn hefði komið fyrir ratsjá og fjölda eldflauga á Hawaii og væri vel í stakk búinn til að koma auga á og skjóta niður eldflaug frá Norður-Kóreu kæmi til þess.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×