Innlent

Barnafjölskyldur fá aukagreiðslur

Jórunn Frímannsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og  formaður velferðarráðs.
Jórunn Frímannsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður velferðarráðs.
Tekjulágir foreldrar, sem fá fulla fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg, fá greiddar 6000 krónur aukalega í desember með hverju barni sem á hjá þeim lögheimili. Tillaga þess efnis var samþykkt í velferðarráði Reykjavíkur í dag.

Um er að ræða sérstaka greiðslu á árinu 2009 sem kemur til viðbótar desemberuppbót, að fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Að sögn Jórunnar Frímannsdóttur, formanns velferðarráðs, er markmiðið að koma til móts við tekjulága einstaklinga og fjölskyldur með börn á framfæri. „Reykjavíkurborg stendur vörð um þjónustu við börn og velferð og mikilvægt er að foreldrar sem á því þurfa að halda fái aukinn stuðning nú fyrir jólin."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×