Innlent

Rjóðrinu afhent viðbótarhúsnæði

Mynd/Hreinn Magnússon
Mynd/Hreinn Magnússon
Velferðarsjóður barna afhenti Rjóðri, endurhæfingar og hvíldarheimili fyrir langveik börn viðbótarhúsnæði í dag sem verður notað til listmeðferðar. Þar er pláss fyrir átta langveik börn hverju sinni en alls nýta um 50 fjölskyldur þjónustu heimilisins.

Það var hátíðarbragur í Rjóðrinu þegar nýtt húsnæði var tekið í notkun. Velferðarsjóður Barna hefur varið 110 milljónum króna í Rjóðrið frá því það opnaði 2003. Nýja húsnæðið kostaði sjö milljónir sem samanstendur af myndlistarherbergi, nuddherbergi og viðtalsherbergi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×