Innlent

Búast við 1.200 fram að jólum

Ásgerður Jóna Flosadóttir hjá Fjölskylduhjálp Íslands.
Ásgerður Jóna Flosadóttir hjá Fjölskylduhjálp Íslands.

Fjölskylduhjálp Íslands gerir ráð fyrir að á bilinu 1.000 til 1.200 fjölskyldur muni sækja jólaaðstoð félagsins í desember.

Jólaúthlutun Fjölskylduhjálparinnar mun fara fram miðvikudagana 9. og 16. desember, og mánudaginn 21. desember frá klukkan 15 til 18 í Eskihlíð 2 til 4 í Reykjavík. Ekki þarf að sækja um jólaaðstoðina fyrirfram.

Í tilkynningu frá Fjölskylduhjálpinni kemur fram að úthlutað verði jólaaðstoð til allt að 400 fjölskyldna hvern úthlutunardag til jóla, eða til samtals 1.200 fjölskyldna. - bj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×