Innlent

Yfir 19 þúsund manns skora á þingmenn vegna SÁÁ

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þórarinn Tyrfingsson er yfirlæknir á Vogi og formaður SÁÁ. Mynd/ Stefán.
Þórarinn Tyrfingsson er yfirlæknir á Vogi og formaður SÁÁ. Mynd/ Stefán.
Yfir 19000 manns hafa skrifað undir áskorun til þingmanna um að hafna ráðagerðum um skerðingu á framlögum til áfengis- og fíkniefnameðferðar á vegum SÁÁ. Þetta kemur fram á vef SÁÁ, en þar fer söfnunin fram.

„Við treystum því að þingmenn taki tillit til afstöðu þessa fólks. Þetta fólk biður ekki um mikið, aðeins að fyrirhuguð 70 milljón króna skerðing á framlögum til sjúkrahúsreksturs SÁÁ verði dregin til baka," er haft eftir Þórarni Tyrfingssyni, formanni og yfirlækni SÁÁ, á vefnum.

Þórarinn segir þar að þótt 70 milljónir séu ekki há upphæð þá muni slík skerðing á framlagi ríkisins eyðileggja áfengis- og fíknimeðferð hjá SÁÁ. Samtökin hafi þegar skorið niður allt sem hægt sé að skera niður. Frekari niðurskurður myndi rústa starfi SÁÁ og bitna helst á þeim sem veikastir eru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×