Innlent

Níu mánuðir fyrir dópakstur

Kona á þrítugsaldri hefur verið dæmd í níu mánaða fangelsi og til ævilangrar sviptingar ökuréttar fyrir fíkniefnaakstur, auk skilorðsrofs. Konan var í tvígang á stuttu tímabili staðin að því að aka bifreið, þótt hún væri ófær um að stjórna henni vegna fíkniefnaneyslu.

Konan játaði brot sín skýlaust fyrir dómi. Hún á að baki langan sakaferil vegna umferðarlagabrota, fíkniefna- og ölvunaraksturs, auk þjófnaða og nytjastulda. Með þeim brotum sem konan var nú sakfelld fyrir rauf hún skilorð reynslulausnar.- jss






Fleiri fréttir

Sjá meira


×