Innlent

Laun verkafólks hækka mest

Laun voru að meðaltali 0,7 prósentum hærri á þriðja fjórðungi ársins, en hjá verkafólki hækkuðu þau um 1,6 prósent og hækkar sú starfsstétt mest. Á sama tímabili hækkuðu laun stjórnenda um 0,1 prósent.

Sé litið lengra aftur til ársins 2008 hafa laun verkafólks hækkað um 4,3 prósent en laun stjórnenda lækkað um 4,1 prósent. Í atvinnugreinum í heild sinni hækkuðu laun um 1,9 prósent fyrir störf við samgöngur og flutninga á þriðja fjórðungi ársins, en lækkuðu um 0,4 prósent í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Hagstofan greinir frá þessu. - kóþ










Fleiri fréttir

Sjá meira


×