Sársaukafull hagræðing í velferðarmálum 9. desember 2009 05:15 Í erfiðum efnahagsaðstæðum verður að forgangsraða í þágu velferðar með áherslu á börnin, segir borgarfulltrúi VG.Fréttablaðið/Stefán Algerlega óásættanlegt er að borgarstjórnarmeirihlutinn fari í sársaukafulla hagræðingu í velferðarmálum, þvert á það sem talað hafi verið um, segir borgarfulltrúi Vinstri grænna. „Við viljum að við þessar erfiðu aðstæður sé forgangsraðað í þágu velferðar, með áherslu á börnin,“ segir Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi Vinstri grænna í Reykjavík. Þorleifur segir að þó að samkvæmt fjárhagsáætlun renni fleiri krónur til velferðarmála í Reykjavík á næsta ári en í ár séu bætur til einstaklinga síður en svo að hækka. Í raun þurfi að draga úr útgjöldum og hagræða í velferðarmálum. Samkvæmt fjárhagsáætlun velferðarsviðs aukast fjárframlögin um 815 milljónir milli ára. Þorleifur segir að sú aukning fari að megninu til í að greiða fleiri einstaklingum húsaleigubætur. Þá hafi ekki verið tekið tillit til verðlagsbreytinga milli ára, annað árið í röð. Eðlilegt væri að reikna verðbætur á útgjöldin þar sem verðhækkanir hafi augljóslega áhrif á útgjöld til velferðarmála. Þar sem það hafi ekki verið gert sé framlagið í raun að lækka milli ára. „Vegna þessa verður að hagræða á velferðarsviði, og starfsfólk hefur staðið í ströngu við að skera niður útgjöldin,“ segir Þorleifur. „Það er búið að skera alla fituna fyrir löngu, nú er komið að sársaukafullri hagræðingu.“ Þorleifur segir að útgjöld borgarinnar myndu aukast um 230 til 240 milljónir króna á ári ef hækka ætti hámarks fjárhagsaðstoð til einstaklinga um átján þúsund krónur á mánuði, eins og borgarfulltrúar Vinstri grænna hafa lagt til. Aðstoðin er nú að hámarki 115.567 krónur á mánuði. Fjár fyrir þessari útgjaldaaukningu megi afla með því að hækka útsvarið í leyfilegt hámark, 13,28 prósent. Það myndi auka tekjur borgarinnar um 720 til 740 milljónir króna á ári, en hækka skattgreiðslur einstaklings með 500 þúsund krónur í mánaðartekjur um 1.250 krónur á mánuði. Ekki náðist í Jórunni Frímannsdóttur, formann velferðarráðs Reykjavíkurborgar, við vinnslu fréttarinnar í gærkvöldi. brjann@frettabladid.is Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Algerlega óásættanlegt er að borgarstjórnarmeirihlutinn fari í sársaukafulla hagræðingu í velferðarmálum, þvert á það sem talað hafi verið um, segir borgarfulltrúi Vinstri grænna. „Við viljum að við þessar erfiðu aðstæður sé forgangsraðað í þágu velferðar, með áherslu á börnin,“ segir Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi Vinstri grænna í Reykjavík. Þorleifur segir að þó að samkvæmt fjárhagsáætlun renni fleiri krónur til velferðarmála í Reykjavík á næsta ári en í ár séu bætur til einstaklinga síður en svo að hækka. Í raun þurfi að draga úr útgjöldum og hagræða í velferðarmálum. Samkvæmt fjárhagsáætlun velferðarsviðs aukast fjárframlögin um 815 milljónir milli ára. Þorleifur segir að sú aukning fari að megninu til í að greiða fleiri einstaklingum húsaleigubætur. Þá hafi ekki verið tekið tillit til verðlagsbreytinga milli ára, annað árið í röð. Eðlilegt væri að reikna verðbætur á útgjöldin þar sem verðhækkanir hafi augljóslega áhrif á útgjöld til velferðarmála. Þar sem það hafi ekki verið gert sé framlagið í raun að lækka milli ára. „Vegna þessa verður að hagræða á velferðarsviði, og starfsfólk hefur staðið í ströngu við að skera niður útgjöldin,“ segir Þorleifur. „Það er búið að skera alla fituna fyrir löngu, nú er komið að sársaukafullri hagræðingu.“ Þorleifur segir að útgjöld borgarinnar myndu aukast um 230 til 240 milljónir króna á ári ef hækka ætti hámarks fjárhagsaðstoð til einstaklinga um átján þúsund krónur á mánuði, eins og borgarfulltrúar Vinstri grænna hafa lagt til. Aðstoðin er nú að hámarki 115.567 krónur á mánuði. Fjár fyrir þessari útgjaldaaukningu megi afla með því að hækka útsvarið í leyfilegt hámark, 13,28 prósent. Það myndi auka tekjur borgarinnar um 720 til 740 milljónir króna á ári, en hækka skattgreiðslur einstaklings með 500 þúsund krónur í mánaðartekjur um 1.250 krónur á mánuði. Ekki náðist í Jórunni Frímannsdóttur, formann velferðarráðs Reykjavíkurborgar, við vinnslu fréttarinnar í gærkvöldi. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira