Innlent

Innbrotsþjófar höfðu starra á brott með sér

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Starri.
Starri.
Brotist var inn í gæludýraverslunina Trítlu aðfaranótt sunnudagsins 29. nóvember. Engu var stolið úr versluninni öðru en starra sem var þar til sýnis. Sveinn Svavarsson, sem rekur verslunina, segist hafa gert ýmislegt til þess að endurheimta starran. Hann hafi meðal annars auglýst eftir honum. Það hafi hins vegar engu skilað ennþá.

„Þessi starri hefur fyrst og fremst verið til sýnis. Hann er bara svona gæludýrið okkar og við höfum haft gaman að honum," segir Sveinn. Vinir hans hafi fundið hann særðan og hjúkrað honum til lífs og fært versluninni hann.

Sveinn segir að fuglinn hafi verið í mjög veglegu búri og þjófarnir hafi hugsanlega talið að um verðmætan fugl. „Af flestum er þetta nú álitið vera meindýr, út af þessari frægu starralús, sem er reyndar ekkert bundin við starra heldur lús sem sest almennt á fugla," segir Sveinn.

Sveinn segir að þjófarnir hafi greinilega leitað að skiptimynt í versluninni en ekki fundið neina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×