Innlent

Rannsókn RLS verði rannsökuð

Ríkislögreglustjóri hefur farið fram á að embætti Ríkis­saksóknara rannsaki hvort lög hafi verið brotin þegar meint peningaþvætti í Landsbankanum árið 2006 var ekki rannsakað.

Í fréttum DV af málinu sagði að Jón Gerald Sullenberger hefði boðið Lands­bankanum skuldabréf upp á þrjátíu milljarða frá Venesúela í fjárstýringu eða til kaups. Segir í tilkynningu frá Ríkis­lögreglustjóra að ákveðið hafi verið að kalla eftir rannsókn Ríkissaksóknara vegna ásakana DV um að málið hafi ekki verið rannsakað á eðlilegan hátt. - sh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×