Innlent

Bindandi samkomulag ólíklegt

Frá loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn.
Frá loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn. Mynd/AP
Árni Finnsson, formaður Náttúverndarsamtaka Íslands, telur litlar líkur á að bindandi samkomulagi náist á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn.

Miklar vonir eru bundnar við ráðstefnuna í Kaupmannahöfn sem er ætlað að móta alþjóðalega framtíðarstefnu í loftslagsmálum. Þær vonir fara nú dvínandi og ekki bætti úr skák þegar drög að samkomulagi milli nokkurra iðnríkja láku í fjölmiðla í gær. Í drögunum er meðal annars lagt til að iðnríkin fái að losa mun meira af gróðurhúsaloftegundum út í andrúmsloftið en fátækari ríki sé miðað við höfðatölu.

Árni telur litlar líkur að bindandi samkomulag náist í Kaupmannahöfn. „Þær eru orðnar ansi litlar en það eru vonir um að það náist pólitískt bindandi samkomulag þar sem verður alveg skýrt hvenær lagalega bindandi samkomluag skuli liggja fyrir og hvers eðlis það verði. Það geti þá verið samþykkt í Mexíkó að ári," segir Árni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×