Lífið

Amy Winehouse langar að hanna föt

Amy Winehouse
Amy Winehouse

Söngkona glysgjarna Amy Winehous dreymir um að hanna föt og segist eiga í viðræðum við Fred Perry fatamerkið. Hún segist þegar hafa teiknað nokkrar flíkur fyrir þá.

Amy sem gjarnan er klædd í Fred Perry skyrtur uppljóstraði þessu á bar á hóteli á eyjunni St. Lucia í Karabíahafinu þar sem hún er í fríi.

Einn gesta hótelsins sagði í samtali við breska blaðið The Sun: „Hún var svona barnalega spennt yfir þessu og gat ekki hætt að tala um þetta."

The Sun birtir einnig myndir af henni á brjóstunum þar sem hún dansar í fríinu. Sami gestur segir hinsvegar að hún líti betur út núna og drekki ekki eins mikið.

Forsvarsmenn Fred Perry vildu ekki tjá sig um ummæli Amy.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.