Innlent

Tvö innbrot í grunnskóla í nótt

Þjófur. Mynd sviðsett.
Þjófur. Mynd sviðsett.

Fjórir menn á tvítugsaldrinum voru gripnir glóðvolgir í nótt þegar þeir brutust inn í Háteigsskóla. Einn piltanna var handtekinn inn í skólanum en hinir í bíl sem beið eftir honum. Í fórum piltanna fannst skjávarpi. Allir piltarnir fengu að gista fangageymslur lögreglunnar.

Þá var einnig brotist inn í Laugarnesskóla í nótt. Vegfarandi tilkynnti um glugga sem var spenntur upp. Þegar lögreglan kom á vettvang kom í ljós að tölva var horfinn. Ekki náðist þjófurinn í það skiptið en málið er til rannsóknar hjá lögreglunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×