Umfj.: Haukar unnu tvíframlengdan Hafnarfjarðarslag Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 6. desember 2009 18:03 Einar Örn Jónsson skoraði mikilvægt mark í leiknum í dag. Mynd/Stefán Í dag fór fram Hafnarfjarðarslagur í Eimskips-bikar karla í handknattleik er FH tók á móti Haukum í Kaplakrika. Þessi leikur var miklu meira en bara handboltaleikur því liðin voru einnig að spila um stolt bæjarins. Það voru Haukar sem báru sigur úr býtum, 38-37, í tvíframlengdum, bráðskemmtilegum og dramatískum leik. FH-ingar mættu brjálaðir til leiks og skoruðu fyrstu þrjú mörkin. Þeir börðust allir sem einn eins og ljón í vörninni og spiluðu hraðan sóknarleik. Gestirnir voru hinsvegar lengur í gang en eftir tíu mínútna leik var loksins kveiknað á lærisveinum Arons Kristjánssonar og komust þeir þá yfir í fyrsta sinn, staðan, 6-7. Það var mikill hiti í mönnum í Hafnarfirði í dag. Dómarar leiksins þurftu að stöðva leikinn í þrígang til að róa þjálfarana Aron og Einar niður. Daníel Andrésson, markmaður FH, kom inn á í stöðunni 11-11, hann byrjaði á því að verja víti sem kveikti vel í honum því hann lokaði gjörsamlega markinu. Heimamenn nýttu sér það vel og náðu þriggja marka forystu. Aroni Kristjánssyni, þjálfara Hauka leist ekki á blikuna og tók leikhlé í stöðunni 14-11. Það vakti óneitanlega athygli þegar að leiser geisla var beint í andlit dómara leiksins úr stúkunni og í enn eitt skiptið var leikurinn stöðvaður. Slíkt á að sjálfsögðu ekki að sjást í íþróttahúsum landsins. Umdeilt atvik átti sér stað er Ólafur Gústafsson, leikmaður FH, fékk að líta rauða spjaldið á 26. minútu eftir að hafa slegið í andlitið á Elíasi Má Halldórssyni. Allt var brjálað í höllinni og ætlaði allt um koll að keyra. FH tók leikhlé, unnu boltann og skoruðu áður en flautið gall, staðan í hálfeik, 18-15. Birkir Ívar vaknaði og gaf Hauka liðinu auka kraft með góðum markvörslum í upphafi síðari hálfleiks sem og þeir nýttu sér vel, skoruðu þrjú mörk í röð og komnir aftur inn í leikinn. Góð vörn, mikil baráttu og góð markvarsla hjá báðum var í fyrirrúmi síðasta korterið af leiknum. Liðin skiptust á að skora og síðustu fimm mínúturnar af venjulegum leiktíma voru stórkostleg skemmtun. Þegar 30 sekúndur voru eftir var staðan 29-28 fyrir FH. Einar Örn Jónsson fékk boltann í horninu og jafnaði fyrir Hauka, staðan 29-29 og tryggði gestunum þar með framlengingu. Daníel varði vel í markinu hjá FH á meðan að Ásbjörn Friðriksson var óhræddur í sókninni og skoraði tvö mörk. Guðmundur Árni Ólafsson minnkaði muninn fyrir gestina en svo fengu Haukar aukakast þegar ein sekúnda var eftir af fyrri hálfleik í framlengingunni. Sigurbergur Sveinsson gerði sér lítið fyrir og setti boltann í netið beint úr aukakastinu og jafnaði leikinn, 31-31. FH missti boltan klaufalega í seinni hluta framlengingunnar, Björgvin Hólmgeirsson skoraði og kom Haukum yfir. Birkir Ívar, markmaður Hauka varði í næstu sókn lykilmarkvörslu. Gestirnir voru fljótir fram í sókn og þar svaraði Daníel í marki heimamanna með frábærri vörslu. FH fengu víti þegar að 40 sekúndur voru eftir. Það var sett í hendurnar á Bjarna Fritzsyni að kasta og hann skoraði örugglega. Gestirnir tóku miðju, æddu upp völlin en skot þeirra yfir markið og leikurinn á leið í tvíframlengingu. Staðan eftir fyrri framlengingu, 33-33. Þegar hér er komið við sögu voru allar hurðir í Kaplakrika opnar, fólk rennandi blautt af svita á pöllunum að öskra örmagna leikmenn sinna liða áfram. Stórkostleg stemning. Daníel Andrésson hélt upptæknum hætti og varði vel. Birkir Ívar sömuleiðis hinu megin á vellinum. Sigurbergur Sveinsson skoraði, 33-34. Ólafur Guðmundsson jafnaði hinu megin og staðan 34-34 þegar þriðja hluta í framlengingu lauk. FH fiskaði víti í fyrstu sókn sinni í lokaleikhlutanum. Bjarni Fritzson fór enn og aftur á punktinn og skoraði. Haukamaðurinn Freyr Brynjarsson stal síðan boltanum af FH og skoraði úr hraðaupphlaupi. Bjarni Fritzson kom svo fljúgandi úr horninu í næstu sókn og hélt sínum mönnum í leiknum. Sigurbergur Sveinsson og Freyr Brynjarsson kláruðu svo þennan ævintýralega bardaga hafnfirsku liðanna með sitthvoru markinu. FH-ingar minnkuðu muninn þegar að Haukar voru nánast komnir upp í stúku að fagna með áhorfendum sínum en stórkostlegri skemmtun lauk sem fyrr segir með sigri Hauka, 37-38. FH-Haukar 37-38 (18-15) Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 9/6 (12), Ásbjörn Friðriksson 8 (13), Ólafur Guðmundsson 6 (12), Jón Heiðar Gunnarsson 4 (4), Örn Ingi Bjarkason 4 (7), Ólafur Gústafsson 3 (8), Hermann Ragnar Björnsson 1 (1), Benedikt Reynir Kristinsson 1 (2), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (2).Varin skot: Pálmar Pétursson 4 (11/3) 36%. Daníel Andrésson 16/1 (27/3) 59%Hraðaupphlaup: 7 (Jón Heiðar 2, Ólafur Guðm. 2, Bjarni Fritzson, Sigurgeir, Ólafur Gústafsson) Fiskuð víti: 5 (Jón Heiðar 2, Ólafur Guðm, Örn Ingi, Hermann Ragnar) Utan vallar: 12 min. Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 10/2 (22), Björgvin Hólmgeirsson 6 (17), Guðmundur Árni Ólafsson 6/4 (6), Einar Örn Jónsson 5 (6), Pétur Pálsson 4 (6), Freyr Brynjarsson 4 (7), Elías Már Halldórsson 3 (3). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 16 (35/4) 46%. Aron Rafn Eðvarðsson 1. Hraðaupphlaup: 4 (Freyr Brynjarsson 3, Stefán) Fiskuð víti: 7 (Pétur 3, Björgvin, Einar Örn, Elías, Freyr) Utan vallar: 10 min. Dómarar: Hafsteinn Ingibergsson og Gísli Hlynur Jóhansson, misstu tökin á leiknum oft á tíðum. Íslenski handboltinn Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
Í dag fór fram Hafnarfjarðarslagur í Eimskips-bikar karla í handknattleik er FH tók á móti Haukum í Kaplakrika. Þessi leikur var miklu meira en bara handboltaleikur því liðin voru einnig að spila um stolt bæjarins. Það voru Haukar sem báru sigur úr býtum, 38-37, í tvíframlengdum, bráðskemmtilegum og dramatískum leik. FH-ingar mættu brjálaðir til leiks og skoruðu fyrstu þrjú mörkin. Þeir börðust allir sem einn eins og ljón í vörninni og spiluðu hraðan sóknarleik. Gestirnir voru hinsvegar lengur í gang en eftir tíu mínútna leik var loksins kveiknað á lærisveinum Arons Kristjánssonar og komust þeir þá yfir í fyrsta sinn, staðan, 6-7. Það var mikill hiti í mönnum í Hafnarfirði í dag. Dómarar leiksins þurftu að stöðva leikinn í þrígang til að róa þjálfarana Aron og Einar niður. Daníel Andrésson, markmaður FH, kom inn á í stöðunni 11-11, hann byrjaði á því að verja víti sem kveikti vel í honum því hann lokaði gjörsamlega markinu. Heimamenn nýttu sér það vel og náðu þriggja marka forystu. Aroni Kristjánssyni, þjálfara Hauka leist ekki á blikuna og tók leikhlé í stöðunni 14-11. Það vakti óneitanlega athygli þegar að leiser geisla var beint í andlit dómara leiksins úr stúkunni og í enn eitt skiptið var leikurinn stöðvaður. Slíkt á að sjálfsögðu ekki að sjást í íþróttahúsum landsins. Umdeilt atvik átti sér stað er Ólafur Gústafsson, leikmaður FH, fékk að líta rauða spjaldið á 26. minútu eftir að hafa slegið í andlitið á Elíasi Má Halldórssyni. Allt var brjálað í höllinni og ætlaði allt um koll að keyra. FH tók leikhlé, unnu boltann og skoruðu áður en flautið gall, staðan í hálfeik, 18-15. Birkir Ívar vaknaði og gaf Hauka liðinu auka kraft með góðum markvörslum í upphafi síðari hálfleiks sem og þeir nýttu sér vel, skoruðu þrjú mörk í röð og komnir aftur inn í leikinn. Góð vörn, mikil baráttu og góð markvarsla hjá báðum var í fyrirrúmi síðasta korterið af leiknum. Liðin skiptust á að skora og síðustu fimm mínúturnar af venjulegum leiktíma voru stórkostleg skemmtun. Þegar 30 sekúndur voru eftir var staðan 29-28 fyrir FH. Einar Örn Jónsson fékk boltann í horninu og jafnaði fyrir Hauka, staðan 29-29 og tryggði gestunum þar með framlengingu. Daníel varði vel í markinu hjá FH á meðan að Ásbjörn Friðriksson var óhræddur í sókninni og skoraði tvö mörk. Guðmundur Árni Ólafsson minnkaði muninn fyrir gestina en svo fengu Haukar aukakast þegar ein sekúnda var eftir af fyrri hálfleik í framlengingunni. Sigurbergur Sveinsson gerði sér lítið fyrir og setti boltann í netið beint úr aukakastinu og jafnaði leikinn, 31-31. FH missti boltan klaufalega í seinni hluta framlengingunnar, Björgvin Hólmgeirsson skoraði og kom Haukum yfir. Birkir Ívar, markmaður Hauka varði í næstu sókn lykilmarkvörslu. Gestirnir voru fljótir fram í sókn og þar svaraði Daníel í marki heimamanna með frábærri vörslu. FH fengu víti þegar að 40 sekúndur voru eftir. Það var sett í hendurnar á Bjarna Fritzsyni að kasta og hann skoraði örugglega. Gestirnir tóku miðju, æddu upp völlin en skot þeirra yfir markið og leikurinn á leið í tvíframlengingu. Staðan eftir fyrri framlengingu, 33-33. Þegar hér er komið við sögu voru allar hurðir í Kaplakrika opnar, fólk rennandi blautt af svita á pöllunum að öskra örmagna leikmenn sinna liða áfram. Stórkostleg stemning. Daníel Andrésson hélt upptæknum hætti og varði vel. Birkir Ívar sömuleiðis hinu megin á vellinum. Sigurbergur Sveinsson skoraði, 33-34. Ólafur Guðmundsson jafnaði hinu megin og staðan 34-34 þegar þriðja hluta í framlengingu lauk. FH fiskaði víti í fyrstu sókn sinni í lokaleikhlutanum. Bjarni Fritzson fór enn og aftur á punktinn og skoraði. Haukamaðurinn Freyr Brynjarsson stal síðan boltanum af FH og skoraði úr hraðaupphlaupi. Bjarni Fritzson kom svo fljúgandi úr horninu í næstu sókn og hélt sínum mönnum í leiknum. Sigurbergur Sveinsson og Freyr Brynjarsson kláruðu svo þennan ævintýralega bardaga hafnfirsku liðanna með sitthvoru markinu. FH-ingar minnkuðu muninn þegar að Haukar voru nánast komnir upp í stúku að fagna með áhorfendum sínum en stórkostlegri skemmtun lauk sem fyrr segir með sigri Hauka, 37-38. FH-Haukar 37-38 (18-15) Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 9/6 (12), Ásbjörn Friðriksson 8 (13), Ólafur Guðmundsson 6 (12), Jón Heiðar Gunnarsson 4 (4), Örn Ingi Bjarkason 4 (7), Ólafur Gústafsson 3 (8), Hermann Ragnar Björnsson 1 (1), Benedikt Reynir Kristinsson 1 (2), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (2).Varin skot: Pálmar Pétursson 4 (11/3) 36%. Daníel Andrésson 16/1 (27/3) 59%Hraðaupphlaup: 7 (Jón Heiðar 2, Ólafur Guðm. 2, Bjarni Fritzson, Sigurgeir, Ólafur Gústafsson) Fiskuð víti: 5 (Jón Heiðar 2, Ólafur Guðm, Örn Ingi, Hermann Ragnar) Utan vallar: 12 min. Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 10/2 (22), Björgvin Hólmgeirsson 6 (17), Guðmundur Árni Ólafsson 6/4 (6), Einar Örn Jónsson 5 (6), Pétur Pálsson 4 (6), Freyr Brynjarsson 4 (7), Elías Már Halldórsson 3 (3). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 16 (35/4) 46%. Aron Rafn Eðvarðsson 1. Hraðaupphlaup: 4 (Freyr Brynjarsson 3, Stefán) Fiskuð víti: 7 (Pétur 3, Björgvin, Einar Örn, Elías, Freyr) Utan vallar: 10 min. Dómarar: Hafsteinn Ingibergsson og Gísli Hlynur Jóhansson, misstu tökin á leiknum oft á tíðum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira