Þorláksmessutónleikar Bubba í beinni á Stöð 2 18. desember 2009 06:00 Gefur ekkert eftir Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens verða í beinni útsendingu á Stöð 2. Kóngurinn hefur einnig samið jólalag sem verður frumflutt í þætti Loga Bergmanns í kvöld.Fréttablaðið/stefán „Þetta breytir engu fyrir mig, ég mun rappa og rífa kjaft ef ég er í þeim gírnum. Menn munu bara sjá framan í mig þegar ég byrja," segir Bubbi Morthens. Stöð 2 sýnir beint frá Þorláksmessutónleikum hans en þetta verður í 25. sinn sem Bubbi spilar á þessum tíma. Tónleikarnir eru í Háskólabíói en Rás 2 útvarpaði þeim um árabil. Því var hins vegar hætt þegar stjórnendum í Efstaleitinu þótti tónlistarmaðurinn fara yfir strikið í töluðu máli. Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri dagskrársviðs hjá 365 miðlum, segir hlutverk stöðvarinnar eingöngu að sjónvarpa tónleikunum beint. „Tónlistarval og efnisval verður alfarið í höndunum og á ábyrgð Bubba Morthens," segir Pálmi. Kóngurinn hefur reyndar farið mikinn á öldum ljósvakans að undanförnu og nýverið var greint frá því að honum hefðu borist kurteisleg tilmæli frá dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins, dr. Sigrúnu Stefánsdóttur, að láta meira fara fyrir tónlist í þætti sínum Færibandinu sem útvarpað er á mánudagskvöldum, en minna fyrir töluðu máli. „Auðvitað veltur þetta allt á því í hvernig stuði ég verð. Ég hef spilað á þessum tónleikum án þess að segja orð. En eins og þetta ár hefur verið finnst mér það nú ekki líklegt að ég muni þegja. Ég hef alltaf sagt mínar skoðanir umbúðalaust og það hefur stundum farið fyrir brjóstið á fólki og stundum ekki." Hann bætir því við að auðvitað sé þetta líka spurning um framsetningu. „Maður getur gagnrýnt fólk án þess að vera andstyggilegur." En Bubbi kemur við sögu á fleiri stöðum hjá Stöð 2 því hann frumflytur nýtt lag í þætti Loga Bergmanns í kvöld. Bubbi er á árinu búinn að semja þjóðhátíðarlag, Eurovision-lag og nú er komið að jólalagi, því fyrsta á löngum ferli. „Ég byrjaði að juða í Bubba strax fyrir fyrsta þátt, hvort hann ætti ekki jólalag og ætlaði ekki að gera jólaplötu og svona," segir Logi, sem verður að teljast ábyrgur fyrir þessari uppákomu. „Ég hélt áfram að juða í honum í fyrra en það gekk ekkert heldur. Svo hélt ég bara áfram juðinu núna og það virðist hafa skilað árangri því hann ætlar að spila jólalagið í kvöld," segir Logi, sem hefur ekki hugmynd um hvað lagið heitir. „Ég hringdi í hann á þriðjudaginn og spurði hvernig gengi en þá var hann ekki einu sinni byrjaður á laginu. Sagðist bara ætla að semja það á föstudagsmorguninn og var alveg svalur." freyrgigja@frettabladid.is drgunni@frettabladid.is Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Fleiri fréttir Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Sjá meira
„Þetta breytir engu fyrir mig, ég mun rappa og rífa kjaft ef ég er í þeim gírnum. Menn munu bara sjá framan í mig þegar ég byrja," segir Bubbi Morthens. Stöð 2 sýnir beint frá Þorláksmessutónleikum hans en þetta verður í 25. sinn sem Bubbi spilar á þessum tíma. Tónleikarnir eru í Háskólabíói en Rás 2 útvarpaði þeim um árabil. Því var hins vegar hætt þegar stjórnendum í Efstaleitinu þótti tónlistarmaðurinn fara yfir strikið í töluðu máli. Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri dagskrársviðs hjá 365 miðlum, segir hlutverk stöðvarinnar eingöngu að sjónvarpa tónleikunum beint. „Tónlistarval og efnisval verður alfarið í höndunum og á ábyrgð Bubba Morthens," segir Pálmi. Kóngurinn hefur reyndar farið mikinn á öldum ljósvakans að undanförnu og nýverið var greint frá því að honum hefðu borist kurteisleg tilmæli frá dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins, dr. Sigrúnu Stefánsdóttur, að láta meira fara fyrir tónlist í þætti sínum Færibandinu sem útvarpað er á mánudagskvöldum, en minna fyrir töluðu máli. „Auðvitað veltur þetta allt á því í hvernig stuði ég verð. Ég hef spilað á þessum tónleikum án þess að segja orð. En eins og þetta ár hefur verið finnst mér það nú ekki líklegt að ég muni þegja. Ég hef alltaf sagt mínar skoðanir umbúðalaust og það hefur stundum farið fyrir brjóstið á fólki og stundum ekki." Hann bætir því við að auðvitað sé þetta líka spurning um framsetningu. „Maður getur gagnrýnt fólk án þess að vera andstyggilegur." En Bubbi kemur við sögu á fleiri stöðum hjá Stöð 2 því hann frumflytur nýtt lag í þætti Loga Bergmanns í kvöld. Bubbi er á árinu búinn að semja þjóðhátíðarlag, Eurovision-lag og nú er komið að jólalagi, því fyrsta á löngum ferli. „Ég byrjaði að juða í Bubba strax fyrir fyrsta þátt, hvort hann ætti ekki jólalag og ætlaði ekki að gera jólaplötu og svona," segir Logi, sem verður að teljast ábyrgur fyrir þessari uppákomu. „Ég hélt áfram að juða í honum í fyrra en það gekk ekkert heldur. Svo hélt ég bara áfram juðinu núna og það virðist hafa skilað árangri því hann ætlar að spila jólalagið í kvöld," segir Logi, sem hefur ekki hugmynd um hvað lagið heitir. „Ég hringdi í hann á þriðjudaginn og spurði hvernig gengi en þá var hann ekki einu sinni byrjaður á laginu. Sagðist bara ætla að semja það á föstudagsmorguninn og var alveg svalur." freyrgigja@frettabladid.is drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Fleiri fréttir Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Sjá meira