Lífið

Áfállahjálp í Eymundsson

„Starfsfólk bókabúða breyttist á þessum árum í eins konar heilbrigðisstarfsmenn og veitti áfállahjálp hægri vinstri. Síðan vandist fólk skortinum, það lagðist yfir doði og á tímabili hættu flestir utan þá allra hörðustu að þora að spyrja um „eitthvað nýtt eftir Dan Brown," segir Óttarr Proppé vörustjóri með meiru.
„Starfsfólk bókabúða breyttist á þessum árum í eins konar heilbrigðisstarfsmenn og veitti áfállahjálp hægri vinstri. Síðan vandist fólk skortinum, það lagðist yfir doði og á tímabili hættu flestir utan þá allra hörðustu að þora að spyrja um „eitthvað nýtt eftir Dan Brown," segir Óttarr Proppé vörustjóri með meiru.

„Það eru stór tíðindi að The Lost Symbol sé loksins að koma," svarar Óttarr Proppé vörustjóri Eymundsson aðspurður út í nýjusta skáldsögu Dan Brown, höfundar Da Vinci lykilsins og Engla og djöfla, sem kemur út 15. september í enskri útgáfu og heitir The Lost symbol.

 

„Nú eru sex ár síðan The Da Vinci Code kom út og hún var auðvitað grunnurinn að einhverju mesta bókafári sem sögur fara af. Bækurnar kveiktu í ótrúlega breiðum hópi lesenda, og ekki bara almennra lesenda, því það var fullt af fólki sem las sjaldan eða aldrei skáldsögur sem féll fyrir Dan Brown," segir Óttarr.

 

„Fólk gleypti í sig Da Vinci, réðst síðan á eldri bækur höfundar og þegar búið var að tæta í sig allt sem Dan Brown hafði skrifað komu menn aðframkomnir í búðina hjá okkur og grátbáðu um nýja bók."

 

„Starfsfólk bókabúða breyttist á þessum árum í eins konar heilbrigðisstarfsmenn og veitti áfállahjálp hægri vinstri. Síðan vandist fólk skortinum, það lagðist yfir doði og á tímabili hættu flestir utan þá allra hörðustu að þora að spyrja um „eitthvað nýtt eftir Dan Brown". Þegar svo fréttist fyrr á árinu að von væri á The Lost Symbol, tóku lesendur kipp en fóru sér samt hægt þar sem þetta er ekki í fyrsta sinn sem tilkynnt hefur verið um útgáfuna."

 

„Núna þegar öruggt er að ekki er um að gabb, eða frumhlaup útgefandans að ræða, nýja bókin um Robert Langdon er raunverulega að koma út, Þá er fólk farið að þora í stellingarnar. Við erum farin að sjá kunnuglega glampa í augum fólks í bókabúðum og kunnugleg gæsahúð farin að rísa á handleggjum bóksala," segir vörustjórinn áður en kvatt er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.