Erlent

Bretar draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um helming

Bresk flugmálayfirvöld hafa einsett sér að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um helming árið 2050. Þetta fullyrðir Willie Walsh, stjórnarformaður British Airways, og hyggst hann kynna framkvæmd þessa umhverfisátaks nánar á þingi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem verður undanfari stóru loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn í desember.

Walsh segir ekki hafa verið gert ráð fyrir útblæstri frá flugvélum í Kyoto-bókuninni sem undirrituð var fyrir tólf árum og nú gefist tækifæri til að bæta fyrir það með nýjum reglum um útblástur frá flugvélum sem hann hvetur Sameinuðu þjóðirnar til að samþykkja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×